Í greinum fræðimanna eru settar fram nýjar kenningar eða birtar rannsóknir með gagnrýni eða ítarlegri upplýsingar um viðfangsefnið

TilvÝsanir Ý greinar gefur vÝsbendingu um ßhrif ■eirra 

Efni bólarinnar er byggt á ritrýndum greinum sem birst hafa í fræðitímaritum. Allflestar greinarnar eru aðgengilegar í gegnum Web of Science (á www.hvar.is), en þar er hægt að rekja virkni greinanna og nálgast upplýsingar um greinar sem eru með tilvísun í hana. Því fleiri sem tilvísanirnar eru, þeim mun meiri er virkni greinarinnar. Í viðauka IV er að finna samandregið yfirlit yfir fjölda tilvísana í heild og síðustu ár í hverja grein, en það er nokkurs konar hitamælir sem gefur innsýn í virkni greinarinnar. Það ber þó að hafa í huga að þennan mælikvarða þarf að taka með ákveðnum fyrirvara, því að t.d. er almennt einungis um takmarkaðan fjölda tilvísana að ræða í nýlegar greinar, og greinar sem fjalla um sérhæfð viðfangsefni.

 

Virkni hverrar greinar er sýnd í upphafi hennar, en einnig er hægt að nálgast yfirlit yfir virkni greina í bókinni Capturing the World.