Aðstoð og ráðgjöf við útfærslu viðskiptalíkans á grundvelli Oesterwalder sem eykur stórlega líkur á ávinningi fyrir reksturinn

Vi­skiptaߊtlun og vi­skiptalÝk÷n 

Við veitum aðstoð við gerð viðskiptaáætlunar sem stuðlar að því árangurinn verði í samræmi við það sem að var stefnt. Viðskiptaáætlunin stuðlar að því að þú sért tilbúin(n) að mæta því sem að höndum ber.

 

Við byrjum venjulega á að móta auðskiljanlegt viðskiptalíkan sem veitir góða innsýn í samhengi hlutanna og hvernig þú getur uppfyllt þarfir viðskipvinanna og komið þeim á óvart. Við byggjum á hinu þekkta viðskiptalíkani Osterwalder o.fl. sem stuðlar að því að viðskiptahugmyndin gangi upp og skili bæði þér og viðskiptavinunum raunverulegum ávinningi.

 

Síðan hjálpum við þér að móta viðskiptaáætlun sem er nokkurs konar uppskrift af rekstrinum. Viðskiptaáætlun skapar fjárfestum, fjármögnunaraðilum og öðrum samstarfsaðilum trú á rekstrinum og veitir þér aðgang að stuðningi sem getur skipt sköpum fyrir starfsemina.

 

Við höfum þýtt og staðfært viðskiptalíkan Oesterwalder sem þú getur hlaðið niður þér að kostnaðarlausu. Smelltu á myndina til að sjá hversu einfalt er að átta sig á samhengi hlutanna og halaðu henni niður, þér að kostnaðarlausu. Smelltu á ráðgjöf til að óska eftir frekari upplýsingum um hvernig við getum orðið að liði.