Snjöll aðferð við að tengjast gagnagrunninum fyrir bókhaldið stuðlar að öryggi, bættri þjónustu og sparar tíma

Ţađ sem gerir okkar VPN tćkni einstaka ... 

Accounting2benefit bókhaldskerfið styðst við VPN tengingu og fjartengingu (remote desktop) í samskiptum við alllar útgáfur af bókhaldskerfunum. Ástæðan er að þessar tengingar hafa umtalsverða yfirburði yfir allar aðrar aðferðir sem ekki gera kröfu um sérstakan tengihugbúnað og missa tengingu þegar engar uppfærslur eiga sér stað.

 

Accounting2benefit bókhaldskerfið sjálft, með allri sinni virkni, er sett upp á vinnustöð notenda - einu samskiptin sem bókhaldskerfið þarf að hafa við gagnagrunnin er að sækja og uppfæra gögn jafnharðan.

 

Allar skýrslur í Accounting2benefit (ólíkt því sem gerist með flest önnur kerfi í fjartengingu) eru prentaðar með því að nýta prentarauppsetningar í þinni eigin vinnustöð eða innra neti. Þú finnur því ekkert fyrir því að þú sért að vinna í fjartengingu, að því gefnu að internet tengingin er stöðug.

 

Accounting2benefit myndar þannig snjalla, kvika tengingu við gagnagrunninn sem þýðir að bókhaldskerfið þarf einungis aðgengi að gagangrunninn þegar þess er þörf, þ.e. þegar gögn eru sótt eða uppfærð (engin samskipti við gagnagrunninn eiga sér stað þess á milli). Þetta kemur nánast alfarið í veg fyrir truflanir vegna internettengingar og jafnvel vegna óstöðugleika á innra netinu. Auk þess skapar þessi aðferð örugg samskipti í þráðlausri tengingu.

 

Og það sem er ekki síður mikilvægt er að þessi uppsetnignaraðferð styður við óstöðugustu tengingar þar sem kerfið gerir einungis kröfu um samskipti í um 1/100 af tengitímanum.

 

Annar mikilvægur eiginleiki er að ef tengingin rofnar tapar Accounting2benefit bókhaldskerfið engum gögnum þar sem þau uppfærast sjálfkrafa um leið og tenging kemst á að nýju.

 

Þetta kemur í veg fyrir þörfina á að endurræsa netþjóna eða sérstaka þjónustu kerfisstjóra eða hýsingaraðila.

 

Gerðu tilraun með bókhaldskerfið - settu upp gagnagrunn í fjartengingu (á internetinu eða á innraneti), stofnaðu sölureikning, bættu við vörum (eða þjónustu), taktu síðan nettenginguna úr sambandi. Tengstu kerfinu síðan aftur og uppfærðu sölureikninginn - og sannaðu til, þú munt ekki upplifa nein vandamál!

 

Fjartenging (Internetið) • VPN virkni

Accounting2benefit gerir þeir kleift að tengjast jafnharðan í gegnum fjartengingu við gagnagrunninn, hvaðan sem er, svo sem frá þinni vinnustöð (í vinnunni), innra netinu, eða hvaðan sem er í heiminum, að því gefnu að þú hafir aðgang að internettengingu. Þetta gerir notendum kleift að vinna að heiman eða vinna fyrir skjólstæðing (t.d. bókarar og endurskoðendur). Þetta gerir fyrirtækjum með margar starfsstöðvar innalands eða erlendis kleift að tengjast sama netþjóninum og bóka færslur í sama gagnarunninn (fyrirtæki), eða að setja upp mörg fyrirtæki sem keyra á sama netþjóninum, allt án þess að þurfa að kaupa sérstakan tengihugbúnað. Þetta fyrirkomulag hentar sérlega vel fyrir nánast hvaða fyrirtæki sem er (bókara, hýsingaraðila, fjármálafyrirtæki o.fl.) og bjóða skjólstæðingum aðgang að lausn í hýsingu (PaaS - Platform as a service) með nánast óendanlega mörgum möguleikum og ávinningi. Myndin hér fyrir neðan sýnir uppbyggingu tenginarinnar.