Þér býðst tækifæri á að taka þátt í átaksverkefni sem hjálpar stjórnendum lítilla fyrirtækja að ná árangri - og skapar þér góða tekjumöguleika

Góđir tekjumöguleikar - átaksverkefni 

Takk fyrir að hafa áhuga á að taka þátt í átaksverkefninu okkar. Við erum lítið og sérhæft fyrirtæki með takmarkaðar auðlindir en afar áhugaverðar lausnir sem breyta möguleikum lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að beita nýjustu tækni við stjórnun og ná árangri. Ástæðan fyrir því að við tölum um "átaksverkefni" er sú að við erum með nýstárlega lausn í bókhaldi sem við teljum heppilegast að bjóða fram með nokkrum þunga. Við bjóðum 4 útfærslur af bókhaldskerfum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en ekki síður fyrir einyrkja og smáfyrirtæki. Fram að þessu hefur litlum fyrirtækjum ekki staðið til boða bókhaldskerfi nema á mun hærra - jafnvel margföldu verði - auk þess sem mörg þeirra eru ekki hönnuð með þarfir stjórnenda að leiðarljósi. Við erum að tala um einfalt kerfi sem, auk allra hefðbundinna eiginleika, er búið mælaborði stjórnandans og viðskiptagreind (business intelligence), en þetta tvennt veitir stjórnendum góða innsýn í reksturinn á augabragði.

 

Við erum líka að tala um:

Til að auðvelda þér að taka ákvörðun um hvort þú viljir vera þátttakandi í þessu verkefni höfum við sett fram helstu upplýsingar um starfið og átaksverkefnið.

 

Tækifærið
Þrátt fyrir ágætt framboð af bókhaldskerfum er ennþá um helmingur allra rekstraraðila sem útbúa reikninga handvirkt, þ.e. handskrifaða, í ritvinnsluforriti (t.d. MS Word) eða töflureikni (t.d. MS Excel).
 

Að okkar mati stafar þetta af því að þeim hafa ekki staðið til boða bókhaldskerfi á nógu góðu verði, eða að þau hafa verið of flókin í notkun. Við erum að bjóða nýtt bókhaldskerfi sem er mjög einfalt í notkun, með fjölhæfa eiginleika, uppfyllir reglugerð um rafrænt bókhald og gerð reikninga í einriti, á mjög hagstæðu verði.

 
Starfið

Starfið felst í því að kynna ofangreind bókhaldskerfi. Þitt viðfangsefni er að kynna kerfið fyrir markhópum sem við veljum sameiginlega. Þú þarft að hafa samband við þá, hringja í þá, senda upplýsingar í pósti eða tölvupósti og að lokum, að sjálfsögðu, að ganga frá sölu ef mögulegt er, en það getur þú gert beint á netinu, tekið við greiðslu, afhent vöruna og veitt aðgengi að þjónustu.

 

Vinnan fer fyrst og fremst fram í gegnum tölvupóst. heimasíðuna og í símanum, en þú gætir einnig sett upp netfund, t.d. í Skype, notað Facebook eða það sem þér hentar.

 

Starfsaðstaða og vinnutími
Við erum ekki með skrifstofu heldur er reiknað með að starfsmaðurinn noti sína eigin tölvu og síma – og geti því unnið hvar sem er. Það krefst hins vegar mikils sjálfstæðis og ákveðins sjálfsaga.

 

Við bjóðum góð stuðningsgögn, upplýsingaríka heimasíðu, bæklinga og ýmislegt annað efni. Við erum einnig með drög að söluferli sem gæti hjálpað þér að ná árangri í verkefninu.

 

Vinnutími er sveigjanlegur. Þú getur unnið að undirbúningi og ýmsum verkefnum hvenær sem er, en að öllu jöfnu er heppilegast að hringja út á vinnutíma. Það er þó ekki sjálfgefið þegar um einyrkja er að ræða.  

 

Framundan er ágætur tími til að fara í þetta verkefni. Líklegt er að fyrirtæki séu opnari en áður fyrir því að lækka kostnað, þ.m.t. kostnað við bókhaldið og séu þar af leiðandi tilbúin að skoða nýjar lausnir. Verðin á okkar kerfum eru jafnvel einungis um 30-40% af því sem helst er samanburðarhæft á markaðnum. Þrátt fyrir að margir taki sumarfrí, eru stjórnendur smáfyrirtækja oft aðgengilegir á þessum tíma og verða venjulega ekki fyrir miklu áreiti frá samkeppnisaðilum.

 

Varan

Við erum að bjóða bókhaldskerfi sem byggir á 10 ára reynslu, þróað og framleitt á grundvelli nýjustu tækni í samstarfi við erlenda aðila, sem gera okkur kleift að bjóða jafn fjölhæfa lausn og hér um ræðir á mun lægra verði en áður hefur þekkst. Við bjóðum kerfið í fjórum útgáfum, Accounting2benefit Individual, Accounting2benefit Basic, Accounting2benefit Business og Accounting2benefit Enterprise. Sérstaða okkar kerfa er ný tækni sem eykur öryggi og samskiptahraða. Auk bókhaldskerfanna bjóðum við ýmsar sérhæfðar viðbætur fyrir íslenskan markað, svo sem launakerfi og greiðsluseðlakerfi. Kerfið uppfyllir reglugerð um rafrænt bókhald og útgáfu reikninga í einriti – það er reyndar það eina sem margir hafa áhuga á! ... og 24.900 kr. er nánast enginn peningur fyrir það.

 

Leiðsögn og kennsla

Auk þess að selja kerfin sjálf eiga umsækjendur kost á að veita notendum leiðsögn og kennslu í notkun á kerfunum. Þannig öðlast þeir ekki einungis möguleika á viðbótartekjum, heldur gerir það starfið enn fjölbreyttara og eykur þekkingu á kerfinu. Þessi þáttur getur því skilað sér margfalt til baka.

 

Sala á bók

Við vorum að gefa út bók sem fjallar um notkun bókhalds í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, og tekur á öllu ferlinu í bókhaldinu; allt frá uppruna fylgiskjala til notkunar upplýsinganna við stjórnun. Hér er því í boði enn eitt tækifæri, því jafnvel þeir sem ekki hafa hug á að skipta um bókhaldskerfi gætu haft áhuga á bókinni. Ef þú ert ekki tilbúin(n) til að selja bókhaldskerfin, gæti verið kjörið tækifæri til að afla smá viðbótartekna með því að selja bókina og veita kaupendum þannig aðgang að gagnlegum fróðleik. Hér gæti þó einnig verið um að ræða hreina viðbótarsölu við bókhaldskerfin.

 

Átakið

Átakið felst fyrst og fremst í því að bjóða og selja einföldustu útfærslur af kerfinu, Accounting2benefit Individual og Accounting2benefit Basics. Við teljum að vegna verðsins sé tiltölulega auðvelt að selja kerfið í símasölu og beinni markaðssetningu. Þér er frjálst að selja hinar útgáfurnar, viðbótarkerfi og ýmislegt annað sem við bjóðum upp á, en teljum þó að heppilegast sé að beina kröftunum í ákveðinn farveg á þessu stigi.

 

Hæfniskröfur
Starfsmaðurinn þarf fyrst og fremst að hafa þor og vilja til að takast á við þetta verkefni og áhuga á að auðvelda fyrirtækjum að ná betri árangri. Það er óneitanlega kostur ef viðkomandi þekkir til notkunar bókhaldskerfa og viðskipta og ekki er verra að hafa aðgang að tengslaneti sem gerir starfið auðveldara. Starfsmaðurinn þarf að hafa frumkvæði að því að ræða við mögulega kaupendur, hafa gott vald á samskiptum og hæfni til að ljúka sölu.

 

Laun
Í boði eru góð sölulaun sem gefa færi á að ná sér í umtalsverðar viðbótartekjur. Við erum einnig með söluhvetjandi kerfi til að umbuna þeim sem ná sérlega góðum árangri. Endilega sendu okkur línu með síma og netfang ef þú vilt fá nánari upplýsingar.

 

Umsóknarferlið
Þú sendir okkur tölvupóst með stuttri ferilskrá og helstu upplýsingum. Þér er einnig velkomið að hafa samband við undirritaðan í síma 544-5400.

 

Við höfum enga hugmynd um hve margir sækja um, en stefnum að því að svara öllum. Umsóknarferlið er hefðbundið; við förum yfir umsóknir, tökum viðtöl og tekst vonandi að ráða réttu manneskjurnar í starfið. Vinsamlegast sendu umsóknina á netfangið: starf@avinningur.is. Því fyrr, því betra – því við höfum áhuga á að nýta tækifærið á meðan það gefst.

 

Bestu þakkir og kveðjur
Gunnar Óskarsson, Ph.D.