Þú þarft einungis að vita hvað og af hverjum þú varst að kaupa. Kerfið færir mótbókunina sjálfvirkt samkvæmt stillingum. Þetta köllum við sjálfvirkni

Ů˙ ■arft ekki a­ kunna debet og kredit 

Það eina sem þú þarft að kunna skil á, er:

  • Hvort þú ert að selja eða kaupa (og þá hvað)
  • ... og hvort þú ert að borga að fá borgað (og þá hvað)

Þú skráir gögnin í bókhaldið í einstaklega auðveldu notendaviðmóti ... og kerfið færir mótbókunina sjálfvirkt. Þetta er ekki ósvipað því að keyra sjálfskiptan bíl – það krefst minni þekkingar!


Að þessu búnu hefur þú góða innsýn í reksturinn og getur prentað út (eða skoðað á skjá)

  • virðisaukaskattskýrslu
  • rekstrar- og efnahagsreikning
  • eða aðrar skýrslur sem veita þér innsýn í reksturinn

Eyddu ekki óþarflega miklum kostnaði of lengi í það sem þú getur á auðveldan hátt unnið sjáf/sjálfur. 


Í gegnum samstarfsaðila okkar getum við boðið vinnu við uppgjör og frágang á bókhaldinu þar sem unnið er með þín eigin gögn áfram.


Þannig hefur þú:

  • Allar helstu upplýsingar ávallt aðgengilegar
  • Getur unnið það sem þú treystir þér sjálf/sjálfur ... og sparar aðkeypta vinnu
  • Kemur í veg fyrir tvíverknað og lágmarkar þannig kostnað við vinnslu uppgjörs

Og ef þú telur þig þurfa frekari stuðning, stendur þér til boða bókhaldsnámskeið (einkanámskeið) þar sem við leiðum þig skref fyrir skref í gegnum vinnslu á bókhaldinu með þínum eigin (raun)gögnum. Þannig stuðlum við að því að þú náir tökum á bókhaldinu og að tíminn fari ekki til spillis.