Það er mikill ávinningur að geta haldið vel utanum launaútreikninga, gegnið frá skilagreinum og launamiðum og uppfært bókhaldið á sjálfvirkan hátt

Notendavćnt launakerfi 

 

Álaun er íslenskt launakerfi sem byggir á áralangri reynslu og er samhæft við Sage Pastel bókhaldskerfin. Einnig er hægt að nýta kerfið eitt og sér og spara þannig tíma og kostnað við launaútreikninga. Það er ávallt hægt að bæta bókhaldskerfinu við eftir á og nýta upplýsingarnar í bókhaldið.

 

Álaun er eiginleikaríkt launabókhald með notendavænu viðmóti sem fljótlegt er að læra á og tileinka sér . Að okkar mati er það grundvöllurinn að því að þú njótir ávinnings af kerfinu án fyrirhafnar.

 

Engin takmörk
Það eru í raun engin takmörk á stærð þeirra félaga sem launakerfið getur þjónað eða fyrir hvaða atvinnugrein. Notandinn getur byrjað smátt (allt frá 5 launþegum) og stækkað kerfið eftir þörfum.


Uppsetning
Álaun er uppsett í hýsingu sem notandinn og bókarinn / endurskoðandinn geta fengið aðgang að. Þannig er komið í veg fyrir tæknileg vandamál við launaútreikninga og öryggisafrit ávallt til staðar. Þessi aðferð hefur ekki áhrif á samþættingu við bókhaldskerfin. Hýsing og afritun eru innifalin í mánaðargjaldinu.


Launaseðlar
Hægt er að setja upp og aðlaga launaseðla að þörfum notenda. Til enn frekari þæginda er boðið uppá að prenta út launaseðla og senda þá með tölvupósti.


Launatengd gjöld
Álaun reiknar út öll launatengd gjöld og framlög í séreignasjóði. Auðvelt er að breyta stillingum í kerfinu, en það er mikilvægt vegna hinnar miklu flóru reikniaðferða sem notaðir eru af mismunandi sjóðum.

Skýrslur
Álaun skilar öllum helstu skýrslum sem launagreiðandinn þarf að nota við launaskil, svo sem launmiðum og vertakamiðum. Skoða má allar skýrslur á skjá áður en þær eru sendar til prentara og ávallt hægt að sækja þær og prenta ef á þarf að halda.


Tenging við bókhald
Álaun skilar skrá og fylgiskjali fyrir fjárhagsbókhald sem auðvelt er að lesa inn beint í Sage Pastel Xpress og Partner. Þannig sparast mikill tími við bókun og öryggi upplýsinga í hámarki.

 

Smelltu hér til óska eftir kynningaraðgangi að Álaunum.

 

Smelltu hér til að skoða verðlista yfir Álaun.

 

Smelltu hér til að skoða frekari upplýsingar um Álaun.