Losaðu um sköpunargetu starfsmanna. Virkjaðu þá til að koma fram með hugmyndir og hafa sýnileg áhrif

Öflugur hugbúnađur sem skilar góđri arđsemi 

Rétt eins og í flestu öðru, þarf réttu tækin til að ná góðum árangri í hugmyndastjórnun. Það þarf ekki einungis að afla hugmynda, heldur þarf að vinna þær áfram - það er kannski aðalatriðið.

 

Þegar einhver í fyrirtækinu kemur með hugmynd þarf hún að fá eðlilega umfjöllun. Aðrir starfsmenn en sá sem kom með hugmyndina búa hugsanlega yfir upplýsingum sem eru mikilvægar. Þeir geta vitað um ný tækifæri, þekkt hindranir sem þarf að yfirvinna til að hugmyndin skili því sem að er stefnt, vitað hvað er "í pípnum" hjá samkeppnisaðilum o.fl. Til að slíkar umræður fari af stað þurfa allir í fyrirtækinu að vita af henni og hafa aðgang að tækni sem hvetur og gerir þeim auðvelt að koma með ábendingar.

 

Ideas2benefit hugmyndastjórnunarkerfið, sem byggir á Web 2.0 tækninni, leysir þessa þörf og gerir öllum í fyrirtækinu auðvelt að eiga samstarf um nýsköpun á árangursríkan hátt.

  • Verðmætar hugmyndir: Gerir öflun hugmynda hraðvirkari og skilvirkari. Þú leiðir alla saman í að afla hugmynda sem samræmast áherslum fyrirtækisins (vöruþróun, aukning tekna, lækkun kostnaðar, hagræðing í rekstri o.fl.).
     
  • Ótrúlega öflugt samstarf: Skapar vettvang fyrir samskipti og umræður um hugmyndir sem allir geta á auðveldan hátt tekið þátt.
     
  • Virkjar alla starfsmenn: Eykur möguleika og áhuga starfsmanna á að vera með og taka þátt í samvinnu um áhrifaríkar hugmyndir og innleiðingu þeirra.

Borgar sig sjálft

Ein góð hugmynd sem leyst er úr læðingi skilar venjulega mun meiru en fjárfestingin í kerfinu ásamt innleiðingu.

 

Smelltu á örvarnar fjórar neðst til hægri til að sjá kynninguna í fullri stærð.