Fagleg vinna við fjármál, svo sem verðmat fyrirtækja, áætlanagerð, gerð viðskiptaáætlana og tilboðagerð er mikilvæg fyrir reksturinn

Góđ ráđgjöf í fjármálum getur skilađ miklum ávinningi 

Bókhald og uppgjör

Skipulagning á vinnslu bókhalds og vinnuferla, leiðsögn við bókhald, greining niðurstaðna, notkun kennitalna í fjármálastjórnun og sjóðsstreymisáætlanir.

 

Verðmat fyrirtækja

Vinnum verðmat á fyrirtækjum á grundvelli viðurkenndra aðferða, svo sem áætlaðs sjóðsstreymis, upplausnarvirðis og næmisgreiningar í tengslum við það. Þessa vinnu framkvæmum við á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, svo sem ársreikninga, stjórnendaskýrslna eða annarra gagna og notum viðmiðanir út frá atvinnugreinum og öðrum fyrirtækjum að svo miklu leyti sem kostur er. Vinnum í nánu samráði við stjórnendur og forráðamenn fyrirtækisins til að fá sem besta innsýn í reksturinn og vænt sjóðsstreymi.