Það er mikill ávinningur í greiðum aðgangi að fyrirlyggjandi þekkingu og rannsóknum við ákvarðanatöku í alþjóðamarkaðssetningu

Fyrsta bindi af A­ Fanga Heiminn spannar fj÷lmarga ■Štti Ý al■jˇ­amarka­ssetningu 

Bókinni er skipt í þrjá meginhluta, stefnumótun, skipulagingu og innleiðingu, en auk þess er inngangur þar sem fjallað er almennt um bókina og viðaukar með ýmsum gagnlegum upplýsingum.

 

Í þessu bindi er að finna samantekt um greinar sem fjalla um:

Bókin er fyrst og fremst hugsuð sem kennslu- og stuðningsefni á háskólastigi, en einnig fyrir aðila sem hafa áhuga á að fylgjast með nýlegum greinum og rannsóknum á sviði alþjóðamarkaðssetningar. Þrátt fyrir gott aðgengi að gögnum á rafrænu formi, eru stjórnendur tímabundnir og líklegt að þeir kjósi frekar að kynna sér stuttar og hnitmiðaðar upplýsingar á íslensku. Upphaflegu greinarnar eru flestar á ensku og oft á málfari sem gerir kröfur um góða þekkingu á tungumálinu. Markmiðið með ritröðinni er að brúa þetta bil og auka þannig aðgengi að upplýsingum um það sem er að gerast á þessu sviði.


Ef bókin innihéldi sjálfar greinarnar sem fjallað er um væri hún yfir 1.000 blaðsíður og einungis á færi fræðimanna að kynna sér innihald þeirra. Þess í stað er bókin einungis um 300 blaðsíður (að meðtöldum viðaukum) auk þess sem lesendur hafa aðgang að greinunum sjálfum í gegnum rafræn gagnasöfn og frekara ítarefni.